Fjallið fer í bíó
- Haukur Palsson
- Feb 22, 2015
- 1 min read
Bekkpressuáskorun á frumsýningu Hrikalegir var vel tekið og mættu Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, og einvalalið æfingafélaga úr Jakabóli og nældu sér í ókeypis miða með því að pumpa 150 kg á bekknum. Var það raunar svo lítið mál að endurtekningarnar urðu margar og tók Hafþór léttilega tíu í einu setti.
Comments